laugardagur, febrúar 23, 2008

23. febrúar 2008 - Enn einn vinstrimaðurinn!

Ég sat heima í makindum mínum og horfði á fréttirnar í sjónvarpinu á föstudagskvöldið þegar ég sá merkilegt atriði í fréttunum og gladdist mjög, svo mjög að ég verð að brjóta á nýrri reglu minni og blogga um það á miðnætti.

Hvað eiga þeir Gerald Ford, George Bush (faðir Dobbljú), Bill Clinton og hugsanlega Ronald Reagan (þótt ég efist um það) sameiginlegt. Jú, þeir eru allir örvhentir. Ef satt er með Ronald, þá eru einungis Jimmy Carter og Dobbljú sem pára til stafs með hægri hendi af síðustu sex forsetum Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir aðdáun mína á Hillary Clinton, þá bráðnaði ég gjörsamlega þegar ég sá í fréttunum að helsti keppinautur hennar um stuðning Demókrataflokksins, sjálfur Barack Hussein Obama, greip pennann með vinstri og hóf að skrifa hjá sér athugasemdir við orð Hillary Clinton.


0 ummæli:







Skrifa ummæli