Ég er farin að hafa áhyggjur af henni Hrafnhildi ofurkisu. Hún kemur orðið heim dag eftir dag illa þefjandi af gamalli og brenndri smurolíu eins og gamall smurolíuhundur eða kannski eins og gamall bifvélavirki.
Þetta gengur ekki. Það er alveg á hreinu að ekki er hún að gera við bílinn minn því afturrúðuvinnukonan er jafnmikið biluð og fyrrum. Því grunar mig að hún sé farin að halda framhjá mínum vinstrigræna Subaru með einhverri druslu með leka smurolíupönnu.
Þá væri nú betra að að hún lyktaði eins og gamall vélstjóri. Þeir sverja sig að venju í ætt við sjómannastéttina því eins og máltækið sagði:
Old fishermen never die. They just smell that way!
föstudagur, febrúar 15, 2008
15. febrúar 2008 - Smurolíuhundur?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:00
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli