Það er eðlilegt að ég spyrji. Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað fyrir skömmu að kaupa ónýt hús við Laugaveg og endurbyggja þau fremur en að rífa þau. Niðurrifið átti reyndar ekki að vera á kostnað borgarinnar en nú hefur ............ ákveðið að láta mig og aðra útsvarsgreiðendur kaupa ónýt húsin og endurbyggja þau.
Inn við Elliðaár stendur gamla toppstöðin, löngu ónýt ásamt öllu sem í henni er. Ástæða þess að hún hefur ekki verið rifin fyrir löngu er sú að kostnaðurinn við að rífa hana hleypur á tugum eða jafnvel hundruðum milljóna sem ætti með réttu að lenda á reikningi Landsvirkjunar. Vegna mikils kostnaðar hefur fyrirtækið frestað niðurrifinu í mörg ár og notað stöðina sem geymslupláss.
En nú er komin ný borgarstjórn og nýr ............ í Reykjavík, fólk sem elskar ónýt hús, því verr farin því betra. Þetta kann Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar að meta og samkvæmt sunnudagsMogga hefur Landsvirkjun nú gefið borginni gömlu ónýtu toppstöðina með öllum þeim kostum og göllum sem fylgja. Þar með er reikningurinn fyrir niðurrif hússins kominn á mig og aðra útsvarsgreiðendur í Reykjavík.
Er nú bara að leggjast á bæn og biðja þess að ónefndur ............ fari ekki að friða draslið.
P.s. Það má að sjálfsögðu ekki rugla toppstöðinni saman við gömlu rafstöðina frá 1921 sem enn malar gull fyrir Reykvíkinga.
sunnudagur, febrúar 17, 2008
17. febrúar 2008 - Hvað kostar að rífa ónýt hús?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:10
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli