sunnudagur, febrúar 03, 2008

3. febrúar 2008 - Enn af vesalings Piu!

Í mars á síðasta ári skrifaði ég pistil um vesalings Piu sem er transgender og býr í Svíþjóð en fær samt ekki að heita Pia fyrir þá sök að hún er fædd með typpi og er ekki búin að láta fjarlægja það. Sænsk nafnalög eru ákaflega ströng hvað kyn snertir og einungis fá kynhlutlaus nöfn til á skrá. Nafnið Pia er ekki þar á meðal, hinsvegar nöfn eins og Kim, Linus og Maria og Annika.

http://velstyran.blogspot.com/2007/03/22-mars-2007-vesalings-pia.html

Nú hefur hin íslenska mannanafnanefnd bannað notkun nafnanna Pia og Sven á Íslandi. Bæði þessi nöfn eru mjög algeng á Norðurlöndum
og ég get ekki séð að íslenskri þjóðmenningu verði hætta búin þótt þessi nöfn verði leyfð á Íslandi. Þetta bann getur því ekki orðið annað en hvatning til Alþingis um að breyta nafnalögunum og leggja mannanafnanefnd niður hið bráðasta. Nafnalögin eru að auki mannréttindabrot því þau banna fólki að bera nöfn sem sumum finnast fögur auk þess sem þau eru alvarlegt brot á réttindum transgender fólks á Íslandi.

Fólk á að hafa heimild til að gefa börnum sínum nöfn að vild svo fremi sem þau valda ekki óþægindum fyrir barnið. Það væri eðlilegt að banna foreldrum að gefa börnum sínum afkáraleg nöfn eins og Lúsífer, Helvitíus eða Valsari, en að öðru leyti á að ráða frelsi til foreldra eða til fólks sem vill breyta kenninafni sínu.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/02/piu_og_sven_hafnad/


0 ummæli:







Skrifa ummæli