Fyrir 19 árum var ég á göngu seint að kvöldi og rölti framhjá skemmtistað sem hét Abrakadabra og var held ég þar sem Keisarinn var síðar nærri Hlemmtorgi. Þar sem ég gekk fyrir hornið á Tryggingastofnun og suður Snorrabrautina, sá ég snyrtilega klæddan mann á miðjum aldri sem studdi sig við Tryggingastofnun með annarri hendi en ríghélt í öldós með hinni.
Maðurinn brosti með öllu andlitinu til umheimsins, augun voru fljótandi eftir talsverða bjórdrykkju og ljóst að hann var að leggja af stað heim eftir heimsókn á Abrakadabra og hamingjan var fullkomin. Hún var komin til mannsins í formi öldósar.
Þetta var að kvöldi 1. mars 1989 þegar bjórinn var leyfður á Íslandi eftir margra áratuga áfengishöft.
föstudagur, febrúar 29, 2008
1. mars 2008 - Um áfenga drykki
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:50
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli