Þegar ég settist fyrir framan tölvuna löngu eftir miðnættið og ætlaði að láta vitsmuni mína leka út á lyklaborðið og þaðan inn á netið, skeði ekki neitt. Það var ritstífla í gangi, svo slæm að ég kom ekki einasta orði frá mér.
Ég snéri mér að Hrafnhildi ofukisu og bað hana að blogga í þetta sinn. Hún séri sér snúðug undan og af svip hennar mátti helst lesa að hún kærði sig sko ekkert um að vera einhver varabloggari fyrir mig. Að auki væri hún köttur og kynni þarafleiðandi hvorki að lesa né skrifa: Síðan strunsaði hún beint inn í rúm og liggur þar nú og flatmagar. Ekki þýðir að biðja Tárhildi grátkisu enda er hún enn grátandi síðan ég banaði henni að hoppa á lyklaborði tölvunnar.
Því fór sem fór og ég verð að vona að mig dreymi eitthvað skemmtilegt sem ég get sett inn á netið þegar ég vakna.
mánudagur, febrúar 18, 2008
18. febrúar 2008 - Ég nenni ekki að blogga í nótt
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 02:08
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli