Ég þurfti að mæta á tvo fundi á miðvikudagskvöldið, báða áhugaverða. Annar byrjaði klukkan 20.30 og hinn klukkan 21.00 og einungis 200 metrar á milli þeirra. Getur ekki verið betra, eða hvað?
Vandamálið er bara að þegar ég er búin að vinna í tólf tíma, nenni ég ekki að rjúka á tvo fundi strax eftir vaktina. Til þess að gera ekki á upp á milli þessara tveggja funda, sleppti ég þeim báðum, flýtti ég mér heim og lét mér nægja að klappa kisunum mínum.
Ég er viss um að þannig hafi ég haldið best heimilisfriðinn.
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
7. febrúar 2008 - Tveir fundir
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:20
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli