sunnudagur, desember 14, 2008

14. desember 2008 - Af læknisheimsóknum

Á föstudag átti ég tíma hjá heimilislækninum mínum. Vegna ótta míns um eigið heilsufar, ákvað hann að senda mig til sérfræðings og fékk tíma fyrir mig hjá sérfræðingnum strax eftir áramótin.

Eftir að heim var komið, fletti ég upp á sérfræðingnum í læknatali og hann reyndist vera.............dýralæknir.

-----oOo-----

Á laugardag, eftir bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty, kom ég við á Aðventugleði Samfylkingarinnar. Hún var nánast eins og Gay Pride því þau tvö sem lásu upp úr bókum sínum voru vinir mínir Hörður Torfason og Margrét Pála Ólafsdóttir.

Bæði eru þau góðir upplesarar og stóðu sig vel sem slík, en það var hrein unun að hlusta á Möggu Pálu segja frá fremur en að lesa úr bók sinni. Ég hlakka til að lesa báðar bækur þeirra sem komnar eru hingað heim.

-----oOo-----

Mér er ókunnugt um hvort kona að nafni Guðlaug og móðir tveggja frændsystkina minna lesi blogg mitt, enda hefi ég ekki heyrt hana né séð í áratugi. En hvort heldur er, fær hún hjartanlegar hamingjuóskir með stórafmælið sitt.


0 ummæli:







Skrifa ummæli