Þótt það sé vika til jóla er ég komin í jólafrí. Einhverntímann hefði ég verið á leið út á sjó á þessum árstíma, en það er liðin tíð. Núna eyddi ég síðasta vinnudeginum fyrir jól á fundi um öryggismál í vinnunni.
Fundurinn minnti mig á annað atriði sem ástæða er til að velta fyrir sér nokkrum dögum fyrir jól. Það eru brunaslys. Eitthvert það sorglegasta sem hægt er að hugsa sér eru brunaslys í kringum jólin. Þá er ég ekki aðeins að hugsa um skaða á heimili, heldur og líkamstjón vegna bruna.
Fyrir nokkrum árum þurfti að sinna bilun í dælu. Við endurræsingu mótors varð sprenging í honum og eldtunga sleikti andlitið á vinnufélaga mínum. Ég var með efni í bílnum hjá mér sem heitir Burn Free og náði í efnið. Vinnufélaginn makaði þessu efni í andlitið á sér áður en hann hélt upp á Slysadeild til skoðunar. Daginn eftir var hann kominn til vinnu að nýju, án allra brunasára en jafnframt án andlitshára þeim megin sem eldtungan hafði sleikt hann. Síðan þá höfum við haft tröllatrú á þessu ágæta efni sem fæst hjá Landsbjörgu.
Það er kannski óvitlaust að gefa barnafólki fjölskyldunnar Burn Free björgunarsett í jólagjöf.
fimmtudagur, desember 18, 2008
18. desember 2008 - Burn Free björgunarsett
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 02:24
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli