þriðjudagur, desember 16, 2008

16. desember 2008 - Ég nenni ekki að blogga

Ég er algjörlega tóm í höfðinu. Ég nenni ekki að blogga þessa dagana. Ég er búin að fá upp í kok af efnahagsþrengingum og pólitík og einustu jákvæðu hlutirnir sem ég man þessa stundina er írakskur fréttamaður sem sýndi af sér djörfung og hetjudáð á blaðamannafundi sem og tilnefning Obama á nýjum orkumálaráðherra sem hlotið hefur Nobelverðlaun í eðlisfræði.

Svo er ég búin að skrifa á jólakortin til útlanda og einungis Íslandskortin eftir. Síðan get ég farið að ljúka jólahreingerningum og pakka inn jólagjöfum.

Jú eitt enn. Fyrir þá sem muna eftir Gylfa Pústmann, þá á sá tryggi vinur minn 66 ára afmæli í dag. Til hamingju.


0 ummæli:







Skrifa ummæli