föstudagur, desember 19, 2008

19. desember 2008 - Enn í jólafríi

Merkilegt hve miklu er hægt að koma í verk á einum degi. Mér tókst að ná í jólagjöfina mína, versla bækur til jólagjafa og kaupa tvö sett af brunavarnarefnum til handa börnum mínum og barnabörnum. Takk Landsbjörg, Ágústa og Jón Ingi. 

Það er full ástæða til að geta undraefnisins Burn Free enn og aftur. Ég þekki reynsluna af þessu undraefni og tel að það eigi að vera til á hverju heimili, auk sumarbústaða og eigi að vera með í útilegum að sumri til. Þá skilst mér að þetta sé náttúruefni og því fátt um ofnæmisviðbrögð við slíku efni. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig frekar um efnið, en læt örstutt myndband fylgja með um ótrúlega hraðan bruna. Ekki veitir af svona nokkrum dögum fyrir jól. Þess ber að geta að umrætt tré er greinilega orðið of þurrt og við að fella barrið þegar eldurinn verður því að aldurtila.

http://www.guzer.com/videos/christmas_tree_fire.php

Með þessu nota ég tækifærið og hugsa hlýlega til Sigríðar Sigurðardóttir sem var nátengd fjölskyldu minni og lést á Hrafnistu í fyrradag 89 ára að aldri.


0 ummæli:







Skrifa ummæli