mánudagur, desember 22, 2008

22. desember 2008 - Nú er illt í efni, Gáttaþefur á leiðinni!

Það er orðið svo langt síðan ég framkvæmdi jólahreingerninguna að ég þarf að taka til aftur fyrir jól. Þá er ekki sniðugt að Gáttaþefur skuli vera á ferðinni.

Það er ótrúlegt hve hann er duglegur að þefa upp minnstu rykagnir í bókahillunum og ofan á myndarömmum. Þá er hann alveg sérstaklega viðkvæmur fyrir kattaklósettum og þau eru tvö á þessu heimili og bæði komin inn í stofu vegna válegs veðurútlits og varnaðarorða veðurfræðings fjölskyldunnar.

Ég get víst gleymt því að nokkur gefi mér í skóinn í fyrramálið


0 ummæli:







Skrifa ummæli