föstudagur, desember 05, 2008

6. desember 2008 - Heimastjórnarflokkurinn?

Í fréttum á föstudagskvöldið var sýnt frá umræðum á Alþingi þar sem ónefnd þingkona trúði orðum Davíðs Oddssonar frá því á fimmtudag eins og nýju neti og ég fór að velta því fyrir mér hvort Davíð ætti afturkvæmt í Sjálfstæðisflokkinn á ný.

Þarna var komin manneskja sem trúir öllu sem Davíð segir, kona sem er ekki hrifin af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, baráttumanneskja gegn samstarfi Evrópuþjóða og gegn upptöku alvöru gjaldmiðils. Hún og flokksfélagar hennar virðast hafa tekið ástfólstri við Davíð og samsæriskenningar hans gegn Geir og Sollu.

Þarna er kannski lausnin fyrir Davíð úr Seðlabankanum, að stofna þjóðernissinnaðan Heimastjórnarflokk ásamt Álfheiði Ingadóttur og Framsóknarmönnunum Guðna og Bjarna. Ég er viss um að þau nái óánægjufylginu frá Frjálslynda flokknum til sín sem og skuldsettu útgerðarauðvaldi og harðasta kjarna bændastéttarinnar.

Ég get um leið fullvissað Álfheiði um að ást hennar á Davíð og sannleika hans eykur ekkert álit mitt á skoðunum hennar.


0 ummæli:







Skrifa ummæli