Þessi orð sem heyrðust á sínum tíma í dægurlagatexta áttu vel við forsætisráðherra Íslands á Alþingi á mánudag eftir að einhver ungmenni gerðu atlögu að háttvirtu Alþingi með hrópum og köllum af þingpöllum. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra fyrir þá sem stóðu fyrir hávaðanum, enda fór svo að sum ungmennin voru borin út í lögreglubíl, ekið á lögreglustöð, yfirheyrð og sleppt.
Bloggheimar fylltust samstundis af vandlætingu þeirra sem vita hvernig á að haga sér á þingpöllum og Geir getur þakkað ungmennunum í hjarta sínu fyrir stuðninginn við ríkisstjórnina, því slíkar uppákomur gera ekkert annað en að draga úr áhuga fjölda fólks á þátttöku í frekari mótmælum gegn sökudólgunum í hruni efnahagskerfis þjóðarinnar.
þriðjudagur, desember 09, 2008
9. desember 2008 – Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott fyrir Geir.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 01:32
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli