föstudagur, desember 26, 2008

26. desember 2008 - Karl í hvítum kjól

Það ætti síst að vera mitt hlutverk að dæma karla sem ganga í kjólum, hvað þá hvítum kjólum, en einn er sá karlinn sem böðlast áfram suður í Róm og formælir öllum þeim sem gera slíkt hið sama, eða leggjast með öðrum körlum. Mér er að vísu ókunnugt um hvort Joseph Ratzinger páfi sé samkynhneigður, en samkvæmt opinberum gögnum hefur hann aldrei verið við kvenmann kenndur. Slíkur náungi sem að auki er klæðskiptingur, ætti að sleppa því að fordæma trans eða samkynhneigð.

Ég fékk fyrst að heyra af orðum mannsins gegn transfólki fyrir nokkrum dögum er ég fékk í hendurnar ræðu hans á ítölsku með úrdrætti á ensku þar sem hann talar um transfólk og síðar heyrði ég að hann hefði notað álíka gáfuleg ummæli um samkynhneigða. Í báðum tilfellum fannst mér hann höggva nærri sjálfum sér, gangandi um í kjól alla daga með karla í kringum sig jafnt daga sem nætur

Stundum efast ég um að við tilbiðjum sama Guð því almættið sem ég trúi á er uppfullt kærleika og fyrirgefningar á syndum mannanna. Það trúir á hið góða í hverri manneskju og er ekkert að skipta sér af því hvað fer fram í bólinu hjá fólki á meðan það er innan marka þess sem tvær fullorðnar manneskjur geta gert hvor annarri á meðan það er að vilja beggja.

Úrdráttur á ensku úr ræðu Josephs Ratzinger:

"... the Church (...) has a responsability for the creation and must endorse such responsability in the public sphere. By doing it, [the Church] must not only protect earth, water, air as gift of the creation belonging to everybody. It must protect mankind from self-distruction. something like "mankind ecology" is needed. The fact that the Church talks of the nature of the human being as man and woman and claims that this order of creation is respected is not obsolete metaphysics. In fact, this is about faith in the Creator and in listening to the word of the creation, whose contempt would be the self-distruction of mankind and, thus, the distruction of God's work itself. What it is often expressed and meant by the word "gender" is in fact mankind self-emancipation from the creation and the Creator. (...)"

Og svo ræðan öll á ítölsku:

http://www.vatican.va/holy_father/benedict_xvi/speeches/2008/december/documents/hf_ben-xvi_spe_20081222_curia-romana_it.html


0 ummæli:







Skrifa ummæli