Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins er sagt frá því að nú hafi Bandaríkjamenn misst tveimur hermönnum fleiri en féllu í árásinni á tvíburaturnana árið 2001 (í fyrirsögn vefútgáfu 9/11 eða 9. nóvember).
Þessi frétt er vissulega rétt miðað við þrengstu opinberar tölur um fallna hermenn, en stjórnvöld ríkja sem eiga í stríði eru gjörn á að gefa upp mun færri fallna en raun ber vitni til að lama ekki baráttuþrek þjóðarinnar, en það eru einnig til fleiri tölur. Frá því stríðið gegn ætluðum hryðjuverkum hófst haustið 2001 hafa Bandaríkjamenn misst 2975 hermenn í Írak en 356 í Afganistan. Samtals gera þetta því 3331 hermaður. Hinir samseku hafa að auki misst 239 menn í Írak og því er heildarfjöldi fallinna hermanna svokallaðra bandamanna kominn upp í 3570 samkvæmt skýrslum hermálayfirvalda. Að auki hafa 22235 hermenn Bandaríkjamanna særst samkvæmt opinberum tölum en talið er að sú tala sé verulega hærri eða á milli 23000 og 100000 hermenn samkvæmt áætlunum Antiwar.com .
Það sem er þó grátlegra er að ástandið í Írak er í dag verra en nokkru sinni fyrr, blóðug borgarastyrjöld og engar friðarlíkur í augsýn.
Á myndinni sést er breskir hermenn í Basra í Írak fagna jólunum 2006 með því að sprengja eina litla lögreglustöð með innihaldi.
þriðjudagur, desember 26, 2006
26. desember 2006 – 2. kafli – Fjöldi fallinna hermanna
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 14:37
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli