...segir í stórri fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins í dag og mér blöskraði. Ekki það að mig hafði lengi grunað að Ísland væri lögregluríki, en þessi mikli fjöldi lögreglumanna er ótrúlegur og ég hóf að lesa greinina og létti stórum. Fyrirsögnin var röng og átti við að lögregla næði til 63% þjóðarinnar sem einnig mátti lesa úr fréttinni. Vesalings hin 37 prósentin sem ekki fá að njóta þjónustu lögreglunnar.
Þegar grannt var skoðað var verið að fjalla um skipulagsbreytingar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, en 63% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu sem sumir vilja nefna Stór-Kjalarnessvæðið. Ég held að Morgunblaðið þurfi að hressa upp á fyrirsagnahöfunda sína.
miðvikudagur, desember 27, 2006
27. desember 2006 - 2. kafli - Lögregla 63% þjóðarinnar ...
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 10:46
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli