Ég ákvað í gær að taka mér nokkurra klukkustunda frí frá bloggi og setti því enga færslu inn á miðnætti eins og ég er vön. Það er skemmst frá að segja að engin kvörtun hefur enn borist og styður það tilgátu mína þess efnis að blogg mitt sé bæði hugmyndasnautt og leiðinlegt. Þetta gefur mér um leið tækifæri til að taka mér frí dag og dag, enda erfitt að halda úti daglegum bloggfærslum 365 daga á ári.
Orð mín má þó alls ekki túlka sem svo að til standi að hætta, heldur einungis að fækka bloggfærslum úr 31 í 30 á mánuði. Eða var ástæðan kannski sú að ég var á aukalegri næturvakt í nótt á stað þar sem enginn er veraldarvefurinn, bara veröldin sjálf?
föstudagur, desember 08, 2006
8. desember 2006 – Tilraun til leti
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 10:25
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli