föstudagur, apríl 17, 2009

18. apríl 2009 - Takk Sjálfstæðismenn :-)

Það er ekki oft sem hægt er að þakka pólitískum andstæðingum fyrir stuðninginn en það gerðu Sjálfstæðismenn í Stykkishólmi á dögunum er þeir auglýstu, að vísu með sínum orðum, að atkvæði greitt Samfylkingunni væri atkvæði með Evrópusambandsaðild. Þetta gerðu þeir með heilsíðuauglýsingu í Stykkishólmspóstinum ásamt meðfylgjandi mynd af Steingrími Jóhanni, einum stuðningsmanna sinna í andstöðunni gegn Evrópusambandinu.



Nú er bara að vona að þessi auglýsing Sjálfstæðismanna í Stykkishólmi verði öllum Evrópusinnum vestra til skilnings á því að einasta örugga leiðin fyrir Evrópusinna er að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt.


0 ummæli:







Skrifa ummæli