Nýjasta útspil Sjálfstæðismanna á hendur Samfylkingunni felst í að koma því inn hjá fólki að Samfylkingin hafi staðið í álíka mútuþægni og Sjálfstæðisflokkurinn á árinu 2006. Með því að segja frá þessu án þess að geta þess hver fyrirtækin eru, ætla Heimdellingarnir að koma því inn hjá háttvirtum kjósendum að Samfylkingin hafi falið eitthvað á því ári.
Það er eðlilegt að það sé reynt. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins vonandi komið í sögulegt lágmark eftir mútuhneykslið á dögunum og allt reynt í Valhöll til að slá frá sér. Ef Sjálfstæðismenn hefðu haft eitthvað á Samfylkinguna hefðu þeir vafalaust nafngreint fyrirtækin, en svo var ekki. Vafalaust geta þeir fengið einhverja flokksbundna fyrirtækjaeigendur sem eru í FL okknum til að ljúga sökum á Samfylkinguna, en þá standa orð á móti orði og einungis hægt að planta fræjum efa í hjörtu kjósenda en ekki mikið meir úr þessu. En úr því aðdróttanirnar hafa þegar verið framreiddar, verður miklu erfiðara að fá fólk til að trúa nýjum aðdróttunum en ef þær hefðu komið strax með nöfnum og tilheyrandi.
Því verður slíkur áróður aðeins vindhögg úr þessu, einungis sex dögum fyrir kosningar.
http://eyjan.is/blog/2009/04/19/vantadi-milljonastyrk-a-lista-samfylkingar/
sunnudagur, apríl 19, 2009
19. apríl 2009 - Illa undirbúin rógsherferð
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 21:37
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli