föstudagur, apríl 03, 2009

3. apríl 2009 – Okkar helstu og bestu vinir

Í morgun mótmælti þingmaður Sjálfstæðisflokksins því að Jóhanna Sigurðardóttir fór ekki á snobbfund leiðtoga Natóríkjanna í Strassburg, eða eins og þingmaðurinn orðaði það, á fund okkar helstu og bestu vinaþjóða.

Sér nú hver vináttuna þar sem þingmaðurinn ætlaðist til að Jóhanna mótmælti hryðjuverkalögum einnar þessara svokölluðu helstu og bestu vinaþjóða á hendur íslensku þjóðinni. Á sama tíma logar allt í óeirðum í Strassburg og kannski það sé skýringin á því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vill Jóhönnu burt. Svo má einnig velta fyrir sér hvort ekki sé af öðrum ástæðum sem þeir vilja Jóhönnu veg allrar veraldar, t.d. þeirrar að þeir óttast hana.

Loks má spyrja hvað Sjálfstæðismenn myndu segja ef Jóhanna færi burt, hvort þeir myndu þá ekki mótmæla fjarveru hennar?


0 ummæli:







Skrifa ummæli