miðvikudagur, apríl 29, 2009

29. apríl 2009 - Þráinn Bertelsson

Þessa dagana eru háværar kröfur upp þess efnis að Þráinn Bertelsson afsegi sér heiðurslaunum listamanna í ljósi þess að hann hefur verið kosinn á Alþingi. Ég er ósammála þessu.

Þráinn hefur sýnt af sér mikla listamannshæfileika með kvikmyndum sínum og bókum og þessir hæfileikar hans hafa valdið því að Alþingi Íslendinga hefur valið hann til þeirrar heiðursviðurkenningar að vera sannur og góður listamaður. Þótt hann fái launað starf á Alþingi Íslendinga á hann að njóta áfram heiðurslaunanna, enda má reikna með því að hann hætti ekkert að vera snillingur þótt hann setjist inn á Alþingi.

Látum hann því njóta vafans og halda viðurkenningum sínum rétt eins og aðrir listamenn á undan honum þótt þeir hafi þegið heiðurslaun meðfram öðrum greiðslum sínum. Það er engin spilling fólgin í slíku!


0 ummæli:







Skrifa ummæli