föstudagur, apríl 24, 2009

24. apríl 2009 – Soffía frænka og ræningjarnir

Við jafnaðarfólk gumum okkur stundum af því að vera með Soffíu frænku í forystu okkar, því rétt eins og Soffía frænka var oft reið í Kardemommubænum, er Jóhanna Sigurðardóttir oft reið út í óréttlátt samfélag gagnvart þeim sem minna mega sín.

Sjálfstæðismenn reyndu að koma með svar við þessu og á sumardaginn fyrsta kölluðu þeir til, svo ekki var um villst, helstu andstæðinga Soffíu frænku til að skemmta blessuðum íhaldsbörnunum í rigningunni.



Eins og allir vita sem hafa séð Kardemommubæinn, tókst Soffíu frænku að siða ræningjana til svo um munaði og verður sá leikur vonandi endurtekinn nú á laugardag þegar Soffía frænka í líki Jóhönnu Sigurðardóttur mun siða til þá félaga Kasper, Jesper og Jónatan í líki Illuga, Guðlaugs og Sigurðar Kára.


0 ummæli:







Skrifa ummæli