Að undanförnu hafa heyrst ólík sjónarmið á meðal frambjóðenda Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á afstöðunni til Evrópusambandsins. Á meðan sumir frambjóðendur hér á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt um hógværu leiðina, það er opnað á þann möguleika að fyrst verði kannað hvað hægt er að fá í samningum við Evrópusambandið áður en boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu, vilja aðrir eins og Jón Bjarnason og Atli Gíslason viðhalda harðlínustefnu að hætti Hjörleifs Guttormssonar.
Það er allstór hópur Evrópusinna sem segjast ætla að styðja Vinstrigræna í kosningunum á laugardag. Með afstöðu Atla og Jóns er stuðningi þeirra við samningaviðræður við Evrópusambandið kastað á glæ með atkvæði greiddu fólki á borð við Atla og Jón. Þetta er í reynd sama hugsanavillan og þegar Evrópusinnar flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum ætla samt að styðja gamla flokkinn sinn eins og hingað til.
Ef kjósendur vilja samningaviðræður við Evrópusambandið, er aðeins ein leið fær og hún er fólgin í stuðningi við Samfylkinguna.
þriðjudagur, apríl 21, 2009
21. apríl 2009 – Ólík sjónarmið frambjóðenda Vinstrigrænna
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 15:11
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli