Kosningadagurinn 2009 er örlagadagur fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Vissulega kom hún, sá og sigraði er hún tók að sér að leiða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, en meira má ef duga skal.
Það er alveg ljóst að stærsta flokknum á Alþingi eftir kosningarnar verður falið að leiða nýja ríkisstjórn og sjálf treysti ég Jóhönnu Sigurðardóttur best til slíkra starfa. Þess vegna ætla ég á kjörstað og kjósa Samfylkinguna því þótt Jóhanna sé ekki í framboði í Reykjavík suður þar sem hún ætti þó að vera miðað við búsetu hennar, þá nýtast öll atkvæði greidd Samfylkingunni, Jóhönnu til framdráttar. Því vona ég heitt og innilega að fólk sjái sér fært að styðja hana og Samfylkinguna til áframhaldandi forystu í ríkisstjórn og til að leiða samningsviðræður við Evrópusambandið.
Enn og aftur ítreka ég, merkjum x við S.
laugardagur, apríl 25, 2009
25. apríl 2009 - Örlagadagur Jóhönnu
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:02
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli