miðvikudagur, apríl 22, 2009

22. apríl 2009 – Dugnaður Ríkisútvarpsins

Þá er Ríkisútvarpið sjónvarp að ljúka yfirferð sinni um kjördæmin fimm. Kjördæmin eru að vísu sex, en íbúar eins þeirra eru ekki í húsum hafandi og því var ákveðið að halda tvo kosningafundi í Reykjavík norður en sleppa því að halda fund í slömminu í Reykjavík suður, þ.e. Breiðholti, Árbæ og Smáíbúðahverfi auk Camp Knox. Selásblett og fleiri álíka hörmungarsvæðum.

Þessi ákvörðun sjónvarpsins er að vísu enginn fögnuður fyrir okkur íbúa í Reykjavík suður, en við erum líka annars flokks þegnar í þessu samfélagi sem sést best á því að flestir frambjóðendurnir í okkar kjördæmi koma úr Reykjavík norður og skiptir þá litlu hvaða stjórnmálaflokk er um að ræða.


0 ummæli:







Skrifa ummæli