föstudagur, ágúst 01, 2008

1. ágúst 2008 - Ég er í fýlu út í Mannlíf

Tekjublað Mannlífs er komið út og vinsælasta efnið í fyrra, miðað við umræðurnar á bloggsíðum, vantar í blaðið núna. Kaflinn um tekjur bloggara er horfinn.

Ég var búin að bíða eftir þessu blaði í heilt ár og ætlaði að nota það til að reka framan í starfsmannahaldið og stjórann og sýna þeim svona svart á hvítu hvað ég hefði það skítt launalega. Þá hefðu þeir örugglega bráðnað og hækkað launin mín umtalsvert.

Úr því Mannlíf vildi ekki birta launin mín eins og í fyrra er því einfaldast að tilkynna hér og nú, að í stofni til tekjuskatts lækkaði ég um þrjú prósent á milli áranna 2006 og 2007.

Það er kannski vegna lágra launa sem ég féll út af vinsældarlista tekjublaðsins þetta árið.


0 ummæli:







Skrifa ummæli