föstudagur, ágúst 22, 2008

22. ágúst 2008 - Ramses og Björk!

Þegar sú vafasama ákvörðun um að vísa Paul Ramses úr landi var kærð, lýsti Björk Vilhelmsdóttir yfir því að hún yrði stjórnarandstæðingur þar til Björn Bjarnason breytti ákvörðun valdsins og léti taka mál hans til efnislegrar meðferðar hér á landi.

Nú hefur fyrri ákvörðun verið snúið og því ber að fagna. Björk getur getur jafnframt hætt að vera í stjórnarandstöðu. Um það má svo deila hvort ákvörðun Bjarkar Vilhelmsdóttur hafi haft úrslitaþátt í málinu eður ei. Allavega myndi ég ekki kæra mig um að fá Björk Vilhelmsdóttur upp á móti mér.

Það sem skiptir þó mestu í þessu máli er jákvæður viðsnúningur dómsmálaráðherra og ráðuneytisins.


0 ummæli:







Skrifa ummæli