Já, ég játa syndir mínar. Ég svaf yfir mig og skrópaði frá Gleðigöngunni 2008. Það var reyndar viðbúið að svona færi því ég er á vaktatörn þessa dagana og á því erfitt með tíma til að skemmta mér og njóta lífsins. Ég verð því að velja á milli þess að sofa nægju mína eða vera með höfuðverk í fleiri daga vegna ónógs svefns. Þetta er ein afleiðingin af því að vinna vaktavinnu.
Ég get þó að minnsta kosti byrjað að hlakka til Gleðigöngunnar að ári, en þá verð ég nýbyrjuð í sumarfríi.
sunnudagur, ágúst 10, 2008
10. ágúst 2008 - Já, ég játa!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:25
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli