fimmtudagur, ágúst 21, 2008

21. ágúst 2008 – Þórður sjóari

Sagt er um Þórð sjóara að hann hafi meiri áhuga fyrir þilförum en konum sbr. ljóðið góða þar sem öldurnar breyttust í vín. Í dag er Þórður orðinn 39 ára og alltaf jafnhress, virðist ekki deginum eldri en hann virtist vera þegar hann varð 38.

Ekki dettur mér til hugar að yrkja neina lofgjörð um kappann, honum er hægastur sá leikur sjálfum. Mig langar bara til að óska honum til hamingju með daginn og vona að hann komi heill heim af Kyrrahafsmiðum í september og verði þá í formi til að rölta með eina eða tvær góðar göngur 


0 ummæli:







Skrifa ummæli