Ég var að hlusta á viðtal í útvarpinu við fórnarlamb samstarfs Sjálfstæðisflokksins og F-listans síðustu sjö mánuði. Ég fylltist samúð og vorkunn.
Ég skil ekki hvernig við kjósendur í Reykjavík vorum svo blind á heilagleika Hans hátignar að sjá ekki að hann var bara að gera öll góðverkin fyrir okkur. Og vondu verkin voru öll íhaldinu að kenna. Það var jú Villi Vill sem keypti fúatimbrið á Laugavegi 4-6 og það var borgarstjórnarflokkur íhaldsins sem samþykkti að reka Ólöfu Guðnýju. Þá má ekki gleyma að það var helvítið hún Þorbjörg Helga sem vildi reka sviðsstjóra leikskólanna, en hans heilagleiki kom í veg fyrir það. Hann gerði ekkert annað en það sem var borgarbúum fyrir bestu að vandlega yfirvegaðri athugun sinni.
Nei, Ólafur F. Magnússon var ekkert annað en píslarvottur og fórnarlamb hins vonda Sjálfstæðisflokks sem notaði hann bara til að tryggja sér völdin. Halelúja!
Svo á eftir að koma í ljós hvernig honum verður tekið í Frjálslynda flokknum.
-----oOo-----
Með þessu vona ég enn og aftur að ég þurfi aldrei aftur að fjalla um verk Hans heilagleika.
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
19. ágúst 2008 - Píslarvottur og fórnarlamb!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 17:20
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli