Ég bjó í Svíþjóð þegar heimsmeistarakeppnin í fótbolta fór fram í Bandaríkjunum og einhverju sinni þegar Svíar voru að keppa um miðja nótt á sænskum tíma, vaknaði ég með andfælum þegar Svíar skoruðu mark, enda hávaðinn slíkur að lá við að þakið færi af húsinu. Var húsið þó ágætlega einangrað. Þess má geta að þeir komu heim með koparpening úr keppninni.
Í morgun nennti ég ekki framúr til að horfa á handboltaleik, lá á milli svefns og vöku, hlustaði á malið í kisunum mínum og beið þess að glaðvakna við mikil fagnaðarlæti svo þakið fyki af blokkinni þar sem ég bý. Og ég beið eftir öskrinu og ég beið og beið. Loksins skreiddist ég fram og kveikti á tölvunni og fékk grunsemdir mínar staðfestar. Það er þó engin ástæða til annars en að segja:
TIL HAMINGJU ÍSLAND :-)
Og þá er það Felipe Massa sem er á ráspól í alvörukeppninni.
sunnudagur, ágúst 24, 2008
24. ágúst 2008 - Öskrað til sigurs
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 11:56
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli