Ég var að lesa áhugaverða grein í Dagens Nyheter þar sem sagt er frá erfðafræðirannsókn á 2500 einstaklingum meðal 23 þjóðflokka í 20 ríkjum og framkvæmdri af 21 rannsóknarstofu í Evrópu. Þar kemur fram að erfðamengi Svía eru líkari erfðamengi Norður-Þjóðverja en nágrönnum þeirra í Noregi og Danmörku. Ekki kemur það mér mikið á óvart miðað við kynni mín af þessum þjóðum.
Þessi rannsókn er á margan hátt athyglisverð. Þannig staðfestir hún að Vestur-Evrópubúar eru líkari Austur-Evrópubúum en Norður-Evrópubúar Suður-Evrópubúum, en að Finnar eru engum öðrum líkir. Um leið eru Ungverjar sem fyrirfram voru taldir líkjast Finnum, í raun líkari nágrannaþjóðum sínum en hinum fjarlægu frændum sínum í norðri.
Ekki er neitt minnst á Íslendinga í þessari rannsókn. Það kemur mér heldur ekkert á óvart.
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=597&a=816408
laugardagur, ágúst 16, 2008
16. ágúst 2008 – Um erfðafræðilegan samanburð Evrópuþjóða
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 09:29
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli