föstudagur, ágúst 29, 2008

29. ágúst 2008 - Ólafur Ragnarsson


Frændi minn, eðalbloggarinn, togarajaxlinn og farskipajálkurinn Ólafur Ragnarsson er sjötugur í dag. Það eru komin rúm 40 ár síðan við sigldum saman á togaranum Surprise frá Hafnarfirði og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem hann fær að blómstra á bloggi eftir að hafa eytt ævinni á hinum ýmsu fleytum, stórum sem smáum, um öll heimsins höf.

Það eru fá ár síðan hann hætti til sjós og kastaði akkerum í Vestmannaeyjum þar sem hann ætlar að eyða ellinni.

Mig langar til að óska Óla til hamingju með afmælið.

http://solir.blog.is/blog/solir/


0 ummæli:







Skrifa ummæli