sunnudagur, júní 27, 2010

27. júní 2010 - Regnbogamessa í Fríkirkjunni

Síðan ég var kosin í stjórn Samtakanna 78 í mars síðastliðnum hefur mér auðnast fyrir, hönd Samtakanna, að taka þátt í samstarfi þeirra við við hin geistlegu yfirvöld, þ.e. þjónandi presta sem flestir eru á okkar bandi. Upphaf þessa var með símtali Sr. Sigríðar Guðmarsdóttur í Guðríðarkirkju við mig er hún vildi kynna sér skoðanir Samtakanna fyrir prestastefnu í vor.

Þegar stjórn Samtakanna ræddi hverja ætti veita mannréttindaviðurkenningar Samtakanna, kom einhver með þá snilldarhugmynd að þakka þessum tæplega hundrað guðfræðingum fyrir baráttu þeirra og eðlilegt að sr. Sigríður Guðmarsdóttir tæki við fyrsta eintakinu á regnbogamessunni í Fríkirkjunni að kvöldi 27. júní. Það breytir ekki því að allir þeir sem hvöttu til þess að ein hjúskaparlög giltu í landinu áttu þessa viðurkenningu skilið og fá hver sitt eintak af viðurkenningunni.

Regnbogamessan var stórkostleg. Hreiðar Ingi, Bergþór, Páll Óskar, Sigga Beinteins, Lay Low, Maríus Hermann, Hörður Torfason og Andrea Gylfadóttir sungu, Ragna Árnadóttir dóms- og mannréttindaráðherra flutti ávarp. Svana flutti ritningalestur og veitti viðurkenningar og ekki má gleyma hetjum Fríkirkjunnar, þeim sr. Hirti Magna og sr. Bryndísi Valbjörnsdóttur.

Takk, þetta var ógleymanleg stund.


0 ummæli:







Skrifa ummæli