laugardagur, júlí 07, 2012

7. júlí 2012 - Hulin augu


Árið var 1961. Það var hörkuspennandi leikrit í gangi í útvarpinu og við krakkarnir gátum ekki slitið okkur frá útvarpinu. Þegar ógnin steðjaði að fylgdi ógnvekjandi hljóð frá útvarpstækinu sem endaði með harmleik. Þetta var algjör hryllingur og ekki datt neinum til hugar að slökkva á lampatækinu á barnaheimilinu þar sem ég ólst upp.

Svo lauk útvarpsleikritinu Hulin augu í útvarpinu og man ég ekki betur en að Lorna Doone hafi verið næsta útvarpsleikrit á eftir. Lorna Doone var spennandi, en hún olli ekki sömu hræðilegu myrkfælninni og Hulin augu höfðu gert nokkru áður.

Meira en hálfri öld síðar eru Hulin augu tekin aftur til sýninga á Rás 1 hjá Ríkisútvarpinu. Eftir öll þessi ár veit ég að ég mun ekki verða myrkfælin af að hlusta á Hulin augu öðru sinni, en ég ætla samt að hlusta!


0 ummæli:







Skrifa ummæli