föstudagur, nóvember 14, 2014

14. nóvember 2014 - Óskalög þjóðarinnarÞessar vikurnar er í gangi samkeppni um besta óskalagið í gegnum árin í sjónvarpinu. Þarna er farið allt að sjötíu ár aftur í tímann, lögin að einhverju leyti skömmtuð ofan í okkur og svo fær maður að kjósa um besta lagið frá hverju tímabili og loks lag laganna.  Þættirnir eru prýðilega settir fram, frábærir þáttastjórnendur og vandað til söngvara til að syngja lögin og hljómsveitin skipuð færustu hljóðfæraleikurum.

Einhver ónefndur rithöfundur  (man ekki hvort það var Guðmundur Andri Thorsson) benti á í pistli sínum að ekki væri hægt að kjósa um slíkt af einhverju viti.  Ég er alveg sammála honum.  Hvernig er hægt að kjósa á milli Bubba Mortens og Öddu Örnólfsdóttur? Hvort um sig var mjög vinsælt á sínum tíma og því er samanburðurinn bæði villandi og rangur.

Annað atriði er val á söngvurum.  Páll Óskar söng lag í einum þættinum og auðvitað vann hann. Það var ekki spurning um gæði lagsins heldur um vinsældir söngvarans sem býr yfir miklum persónutöfrum og hrífur fólk léttilega með sér. Í lokaþættinum mun hann vinna keppnina. Það skiptir nefnilega engu máli hvort lag sem hann syngur er gott eða vont. Hann vinnur samt. Einasta samkeppnin sem hann gæti fengið væri ef Bubbi eða Bó kemur sjálfur fram og syngur eða þá Pollapönkarar.

Persónulega hefi ég aðeins heyrt eitt lag sem mér fannst betra í endurflutningi en í upprunalegu útgáfunni, en það lag átti ekki möguleika gegn Páli Óskari auk þess sem söngvarinn er tiltölulega óþekktur. 

Fyrir bragðið verður þátturinn Óskalög þjóðarinnar aldrei annað en skemmtiþáttur án raunverulegrar samkeppni um gæði laga.2 ummæli:

  1. hvaða lag var það? mér fansbt Ágústa Eva taka Rómeó og Júlíu snilldarlega ,jón jónsson með rangur maður og Björn Jörundnur með 2 stjörnur :)

    SvaraEyða
  2. Ég hefi ekki hlustað á öll lögin, en mér fannst lagið sem Ágústa Eva söng í einum af fyrstu þáttunum hræðilegt.
    (Sjómannavalsinn?)

    SvaraEyða