Ég á tvær kisur sem eru ekki á því að hlýða mér alla daga. Þvert á móti eru þær duglegar við að sýna mér hver það er sem ræður á heimilinu og þær ætlast til að ég sitji og standi að þeirra vilja. Í gær tók önnur þeirra upp á því að skríða inn í fataskáp um leið og ég opnaði hann og míga þar yfir skó sem virtust vera í óreiðu þar inni. Ég stoppaði hana snarlega af og sýndi henni hver það er sem ræður á heimilinu og eitthvað virtist hún hafa lært að skammast sín því hún hefur hlýtt mér eins og lamb í dag.
Um daginn heyrði ég sögu af hundi:
Eftir fjórtán ára bið eftir húsbónda sínum dó hundurinn Greyfriars Bobby. Ekki var leyfilegt að grafa hann í kirkjugarði húsbóndans og því var hann jarðsettur við innganginn að kirkjugarðinum. Enn í dag hvíla þeir félagar nærri hvorum öðrum, en ekki saman, en vafalaust eru þeir saman á himnum. Kráin hvar eigandinn gaf Greyfriars Bobby að éta í fjórtán ár ber í dag nafn hundsins og er það vel.
Kisurnar mínar eru ellefu ára gamlar og þær munu ekki eiga mörg ár eftir af þessu jarðlífi. Mér kæmi hinsvegar ekki á óvart að hitta þær aftur á efsta degi, í sjálfu Himnaríki.
0 ummæli:
Skrifa ummæli