sunnudagur, apríl 11, 2010

11. apríl 2010 - Er RÚV að hvetja til óeirða?

Á morgun verður „skýrslan“ gerð opinber. Það kemur ekki á óvart því hennar hefur verið beðið í marga mánuði. En breytir hún einhverju?

Ef marka má fréttatíma RÚV, þá reikna þeir fastlega með því að fólk ryðjist út á göturnar um leið og skýrslan verður birt og leggi undir sig opinberar stofnanir eða reynir að lemja á embættismönnumhvar sem til þeirra næst. Ég get ekki skilið málflutning fréttastofu RÚV á annan hátt. Hvernig er öðruvísi hægt að skilja heimskulegar spurningar þeirra til lögregluþjóna og dómsmálaráðherra?

Sjálf óttast ég ekkert að sinni. Útrásarræningjarnir ganga ennþá lausir og vaða í peningunum okkar og almenningur á Íslandi er ekki enn farinn að aflífa þá fáu sem enn búa hér á landi. Það bendir til óvenjulegrar stillingar almennings eða jafnvel þrælsótta þessa hins sama almennings.

Það sem helst er að óttast er að RÚV, sem brást öryggishlutverki sínu 17. júní 2000 og aftur aðfararnótt 20. mars s.l., bregðist þjóðinni einu sinni enn og geri sig að fíflum, en nú með því að blása upp loftbólur vegna skýrslunnar.

Það er kannski eðlilegt að Bláskjár óttist að missa sig í bræði sinni!


0 ummæli:







Skrifa ummæli