mánudagur, ágúst 30, 2010

30. ágúst 2010 – Drottingarviðtöl við grunaða glæpamenn

Fréttablaðið eyddi nokkrum blaðsíðum í drottningarviðtal við Sigurð Einarsson fyrrum stjórnarformann í Kaupþingi eða hvað sá banki hét á meðan hann stjórnaði honum. Ég viðurkenni alveg að ég nennti ekki að lesa í gegnum allt viðtalið, en af fyrirsögnum má ætla að hann krefjist opinberrar rannsóknar á störfum sérstaks saksóknara.

Af einhverjum ástæðum spyr ég hver tilgangurinn er hjá ritstjóra Fréttablaðsins, hvort verið sé að undirbúa endurnýjaða nýfrjálshyggju af þeim toga sem kom Íslandi á hausinn fyrir aðeins tveimur árum. Það er alveg ljóst, hvort sem Sigurður verður dæmdur sakamaður eður ei, að hann átti þátt í, ásamt nokkrum tugum annarra fjárglæframanna, að koma fjármálakerfi heillar þjóðar á hausinn og slíkur glæpur yrði hvergi annars staðar í heiminum talinn bjóða minna en nokkra áratugi upp á vatn og brauð á bakvið rimla.

Nú bíð ég þess að næsta drottningarviðtal Fréttablaðsins verði við Lalla Johns þar sem hann hraunar yfir saksóknara og fangelsisyfirvöld. Hann er örugglega með skemmtilegri frásagnargáfu en Sigurður Einarsson!


0 ummæli:







Skrifa ummæli