fimmtudagur, september 16, 2010

16. september 2010 - Úti að aka!

Ég var á ferð um Miklubrautina seinnipart fimmtudagsins. Það var þung umferð í báðar áttir og þegar ég nálgaðist gangbrautina við Skaftahlíð skipti yfir á rautt ljós fyrir umferðina til vesturs og ég stoppaði eins og lög gera ráð fyrir. Eftir það fóru fimm bílar framúr mér við gangbrautina og yfir á rauðu ljósi áður en sá sjötti staðnæmdist við hliðina á mér.

Það voru margir úti að aka í umferðinni í Reykjavík í dag!


0 ummæli:Skrifa ummæli