mánudagur, maí 23, 2011

23. maí 2011 - Um fola í fótboltaliði

Bloggarinn Þorbjörg Marinósdóttir skrifar bloggpistil á svæði sitt hjá DV undir fyrirsögninni:
ÞETTA ER NÝJI FOLINN HJÁ BLIKUM SEM ER AÐ GERA ALLT VITLAUST!
(Stafsetningarvillan er höfundar pistilsins)

http://www.dv.is/blogg/verold-tobbu/2011/5/23/thetta-er-nyji-folinn-hja-blikum-sem-er-ad-gera-allt-vitlaust/

Í mínum vinahópi á Facebook velti fólk því fyrir sér hvort ekki sé bannað að hafa hesta inni á vellinum í knattspyrnuleikjum, en aðrir velta því fyrir sér hvort Breiðablik sé hestamannafélag.

Ég vænti þess að næsti pistill hjá umræddri Þorbjörgu fjalli um hve folinn sé ógisslega flottur!


0 ummæli:Skrifa ummæli