fimmtudagur, júní 09, 2011

9. júní 2011 - Hraðasekt á reiðhjóli?

Í hádegisfréttum á Rúffinu var sagt frá manni sem hlaut sem svarar 27.000 íslenskum krónum í sekt fyrir að hjóla í gegnum Storgatan í Tranås norðan við Jönköping á 58 km hraða.

http://www.ruv.is/frett/hjolreidamadur-fekk-hradasekt

Þessi saga sýndi ágætlega hve Svíar eru harðir gagnvart umferðarbrotum og var víða hlegið að Svíum og fréttinni um hinn óheppna hjólreiðamann á Íslandi og víðar þar sem hún birtist, en í reynd var hún enn eitt dæmið um óvandaðan fréttaflutning og ósönn með öllu.

Fréttin kom til á þann hátt að fréttamaður fréttablaðs þeirra Tranåsbúa „Tranås Tidning“ hafði rætt við umferðarlögreglumann sem hélt því fram að dæmi þess að hjólreiðamenn væru sektaðir kæmu fyrir einu sinni til tvisvar á ári. Fréttamaðurinn birti fréttina í stað þess að kanna sannleiksgildi hraðasektarinnar og hún rataði beinustu leið inn á sameiginlega fréttastofu fjölmiðlanna (Tidningarnas Telegrambyrå) sem dreifði henni um alla Svíþjóð og til annarra landa. Rúffið á Íslandi tók fréttinni fagnandi og birti hana í hádegisfréttum minnst klukkustund eftir að hún hafði verið borin til baka í Svíþjóð og leiðrétt, m.a. í Dagens nyheter.

http://www.dn.se/nyheter/sverige/nyheten-om-cyklistens-fortkorningsboter-inte-sann

En sagan var góð :o)


0 ummæli:







Skrifa ummæli