fimmtudagur, febrúar 12, 2009

12. febrúar 2009 - Um fordómaskrif!

Til eru þeir menn sem hafa gaman af að skoða sjálfa sig á netinu með því að gúggla sig. Ég fékk óvart að kynnast einum slíkum fyrir nokkru og ekki af góðu.

Í apríl í fyrra birtist lítil frétt í Morgunblaðinu sem í fólust ákveðin tímamót í tvennum skilningi. Þarna birtust ákveðin þáttaskil í afstöðu til kynleiðréttinga meðal múslíma, en jafnframt fannst mér aðdáunarvert hvernig Morgunblaðið tók á fréttinni, þ.e. fordómalaust og með skilningi á stöðu okkar. Því skrifaði ég pistil um þetta, bæði á Moggabloggi og blogspot og uppskar ríkuleg viðbrögð:

http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/512112/#comments

Meðal athugasemda sem ég fékk voru voru mjög svo fordómafullar athugasemdir frá manni sem kallaði sig Jeremía og voru þau á þessa leið:

„Mér finnst þetta vera sorglegt að menn vilji reyna að þykjast vera konur. Einnig að þessir menn skuli vilja að það sé kallað einhverju orðskrípi sem á að fegra þetta.“

Ég ákvað að eyða ekki þessum fordómafullu orðum heldur láta þau standa Jeremía til áminningar. Nokkrar athugasemdir komu í kjölfarið þar sem umræddur Jeremía var nafngreindur sem Magnús, meðal annars frá Heiðu bloggvinkonu minni sem hóf orð sín á þessa leið:

„Af því að ég kann mig svo vel þá ætla ég alveg að sleppa því að halda ræðu um það hérna hvað mér finnst hann Magnús Ingi Sigmundsson viðurstyggilega útgáfa af "kristnum" einstakling EN...“
Fólk getur svo lesið pistilinn allan ásamt athugasemdurm hér að ofan.
Þann 18. janúar síðastliðinn fékk ég bréf frá magnusingi@hive.is og var upphaf þess á þessa leið:

„Á bloggsíðu þinni: http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/512112/
er að finna meiðandi ummæli um mig sem ég óska eftir að séu fjarlægð í athugasemd við grein þína, þar sem ég er nefndur fullu nafni.
Athugasemdin er svona:

Af því að ég kann mig svo vel þá ætla ég alveg að sleppa því að halda ræðu um það hérna hvað mér finnst hann Magnús Ingi Sigmundsson viðurstyggilega útgáfa af "kristnum" einstakling EN...“

Ég verð að viðurkenna að mér blöskraði er ég sá þetta bréf frá Magnúsi Inga Sigmundssyni. Fyrst kastar hann á mig svívirðingum og síðan dirfist hann að mælast til þess að athugasemdum þar sem hann er nafngreindur, verði eytt. Í stað þess að fara að tilmælum hans, áframsendi ég bréfið til Árna Matthíassonar blaðamanns á Morgunblaðinu sem sendi bréfið umsvifalaust áfram til lögfræðilegrar meðferðar. Um leið og ég segi frá þessu máli hér á blogspot, ákvað ég um leið að hlífa Moggablogginu mínu við þeim hafsjó af hinum svokölluðu kristnu bókstafstrúarmönnum sem halda sig hafa höndlað hinn eina sanna sannleika en að við hin séum fifl sbr bréf Magnúsar Inga Sigmundssonar til mín.

Ég skal gjarnan eyða athugasemd Heiðu, en ekki fyrr en Magnús hefur beðið mig opinberlega afsökunar á orðum sínum í minn garð og minna.


0 ummæli:







Skrifa ummæli