þriðjudagur, febrúar 24, 2009

24. febrúar 2009 - Popp og kók fyrir Kastljós kvöldsins

Í dag hafa stöðugar auglýsingar dunið á okkur í útvarpinu þar sem við fáum að vita að Davíð Oddsson verði í Kastlósi í kvöld. Eins og gefur að skilja er þjóðin búin að birgja sig upp af popkorn og kók fyrir Kastljós kvöldsins.

Á sama tíma og Davíð var auglýstur í útvarpinu, mátti heyra aðra auglýsingu þar sem okkur jarðbundnum var tilkynnt að kraftaverk yrðu í Krossinum í kvöld. Ég efa ekki að margir munu flýta sér suður í Kópavog í kvöld og hlýða á Gunnar gera kraftaverk í kjölfar yfirlýsinga Davíðs Oddssonar, nema auðvitað að Davíð geri sjálfur kraftaverk með því að segja af sér öllum trúnaðarstörfum og tilkynna okkur að hann sé sestur í helgan stein og hættur afskiptum af pólitík.


0 ummæli:







Skrifa ummæli