sunnudagur, júní 07, 2009

7. júní 2009 - Hvað kostar LandCruiser?

Á dögunum var sagt frá bílafríðindum forstjóra Steypustöðvarinnar hf sem fékk afnot af bíl sem kaupauka. Það kom fram í fréttum að bíllinn væri af gerðinni Toyota Landcruiser 120 og með fréttum af þessu hræðilega máli var birt mynd af LandCruiser 200.

Ha, hver er munurinn á LandCruiser120 og LandCruiser200? Jú, bara ellefu milljónir, því LandCruiser ekki bara LandCruiser ef tölustafirnir fylgja ekki með. Vissulega keyrir Kristinn Björnsson fyrrum forstjóri Skeljungs um á LandCruser200 sem kostar 17 miljónir. Á sama tíma ekur húsvörðurinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur á LandCruiser120 sem kostar ellefu milljónum minna og er stoltur af sínum bíl.

Ég hugsa til hans frænda míns heitins sem átti steypustöð sem var kennd við hann og ættaróðalið á Kjalarnesi, um flottu Bensana sem hann ók þegar hann var edrú og fannst ekki mikið til um þriggja ára gamlan LandCruiser120 sem forstjóri Steypustöðvarinnar ekur. Ég meina, forstjóri Steypustöðvarinnar ekur um á samskonar bíl og húsvörðurinn hjá OR.

Varla er það vegna þess að vel er gert við starfsfólk Orkuveitunnar í launum?


0 ummæli:







Skrifa ummæli