laugardagur, nóvember 17, 2012

17. nóvember 2012 - Hin glæstu fley

Fyrir fáeinum árum lét danska skipafélagið A.P.Möller smíða fyrir sig átta gámaskip sem voru skráð geta borið 11.000 gámaeiningar (Teu´s). Þrátt fyrir þetta hefur 15.011 gámaeiningum verið troðið í eitt skipið, Ebba Mærsk en það mun vera heimsmet. Öll eru þessi skip með heimahöfn í Danmörku og með velmenntaða yfirmenn  sem flestir koma frá Danmörku, en einnig frá öðrum Norðurlöndum, en skip þessi eru í föstum áætlunarsiglingum á milli Evrópu og Austurlanda fjær.


A.P. Möller gerir nú enn betur og lætur smíða fyrir sig tuttugu risaskip sem munu hvert um sig vera skráð geta borið 18.000 gámaeiningar, en spurningin er hvort reyndin verði ekki yfir 20.000 gámaeiningar. Þessi nýju skip verða 400 metrar á lengd og 59 metrar á breidd. Fyrsta skipið verður afhent á næsta ári. Síðan koma þau hvert á fætur öðru á næstu þremur árum. Tvær 32.000 KW vélar frá MAN munu knýja þessi skip áfram og að sjálfsögðu verða þessi nýju glæsifley undir dönskum fánum og munu væntanlega verða stolt danska kaupskipaflotans.


Nýjasta viðbótin í íslenska farskipaflotann er hið glæsilega dýpkunarskip Skandia og er með heimahöfn í Reykjavík. Það er smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968, er 52,75 metrar á lengd og 10,5 metrar á breidd og aðalvélin er MaK 625 KW.  


Er nokkuð meira um þetta að segja?

1 ummæli: