sunnudagur, desember 30, 2012

30. desember 2012 - Allt þetta andans fólk


Hvað skyldu Tiger Woods, Patti Smith, Bjarni Thorarensen, Tracey Ullman og Adda Bára Sigfúsdóttir eiga sameiginlegt með mér. Það er stóra spurningin. Ekki spila ég golf og ekki er ég góð að spá í veðrið. Þá syngja bæði Tracey Ullman og Patti Smith miklu betur en ég. Bjarni Thorarensen var af þessari kúgandi yfirstétt sem ég er svo sannarlega ekki og hugsa hlýtt til áa minna sem voru kúguð mann fram af manni af íslenskum embættismönnum, stórbændum og kóngasleikjum.

Ekki veit ég mikið um pólitískar skoðanir sumra ofantaldra, en bendi á að Adda Bára Sigfúsdóttir greiðir árgjaldið sitt til Samfylkingarfélagsins í Reykjavík með glöðu geði og rétt eins og ég og ég vil trúa því að Patti Smith sé sömuleiðis vinstrisinnuð og friðarsinni. Ég veit ekkert um hin, en af frásögnum að dæma hafa bæði Tiger og Bjarni átt í erfiðleikum í samskiptum sínum við hitt kynið.

Sjálf fór ég mína leið sem ekkert hinna fór og á mér því sögu sem ekkert hinna getur státað af. Þó eigum við öll eitthvað sameiginlegt sem við getum öll verið stolt af sem er .......  .

1 ummæli:

  1. Ég ætla að giska á að þau deili með þér þessum degi sem rétt er hafinn. Til hamingju með daginn :)

    SvaraEyða