miðvikudagur, september 23, 2009

23. september 2009 - Sagði maðurinn ósatt?

Ég man fyrir ári síðan, eða þegar bankarnir voru að hrynja, að ég þurfti að ná mér í reiðufé í bankann. Þetta var að kvöldi til og ég byrjaði í hraðbankanum í bankanum sem er næstur vinnu minni og heimili, Hann var tómur. Ég fór í næsta banka rétt hjá og hann var líka tómur. Ég fór í þrjá aðra hraðbanka og þeir voru allir tómir. Daginn eftir sá ég að ekki þýddi að fara í opinn banka sökum örtraðar, enda voru þeir bankar sem ég fór framhjá þéttsetnir af ellilífeyrisþegum sem voru að taka út peningana sína. Á þriðja degi fann ég loksins banka þar sem hægt var að taka út aura úr hraðbanka og málunum var bjargað að sinni.

José Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandinu kom inn á þessa fjárþurrð á reiðufé í íslenskum bönkum fyrir ári í ræðu sem hann hélt á Írlandi og þá fara bloggheimar, ríkisútvarpið og fleiri hamförum og mótmæla hástöfum. Merkilegt hve fólk er fljótt að gleyma hruninu. Allavega er ég ekki búin að gleyma þessum dögum og veit að maðurinn sagði satt.

Nú stefnir hraðbyri í að útrásarþjófarnir verði teknir í sátt að nýju og hæstvirtir kjósendur kalla yfir sig íhaldið að nýju. Meira að segja forseti Íslands er þegar búinn að gleyma þeirri skipulögðu glæpastarfsemi sem átti sér stað í starfsemi útrásarþjófana og farinn að kenna Evrópusambandinu um glæpinn.

Er nema von að íslensk þjóð sé í sálarkreppu og sé vart viðbjargandi?


0 ummæli:







Skrifa ummæli