laugardagur, nóvember 14, 2009

15. nóvember 2009 - Nýr ferðamannaskattur

Reiknað hefur verið að ætlaðir skattar á flugfarþega til Íslands muni færa íslenska ríkinu nærri milljarð íslenskra króna í tekjur á næsta ári ef af verður. Ekki er víst að af verði því miðað við reynslu annarra þjóða getur þessi skattur dregið stórlega úr komu erlendra ferðamanna til landsins og þá er ver af stað farið en heima setið.

Ég legg því til að í stað þessa nýja ferðamannaskatts verði Varnarmálastofnun lögð niður um áramót og þeim fjármunum sem eru ætlaðir henni verði notaðir til að greiða þær skuldir sem ferðamannaskatturinn átti að greiða. Um er að ræða 962 milljónir króna eða um það bil sömu upphæð og átti að ná inn með ferðamannaskattinum.


0 ummæli:







Skrifa ummæli